Hlaupahópur Fjölnis - Byrjendur
Hlaupadagbók
Hlaup
Komið að því að byrja aftur. Ég hef aldrei verið góður að hlaupa. Mér tókst 2013 að hlaupa hálfmaraþon í Stokkhólmi, og svo datt ég alveg úr hlaupaæfingu aftur. Milli 2017 og 2019 tókst mér að komast í smá hlaupaform aftur, en það datt alveg út aftur.
Tímar og markmið
Gamlir tímar:
- Hálfmaraþon: 2:20
- 10 km: 55 mín
- 5 km: 27 mín
Markmið næstu 6 mánuði
- Byrja mjög rólega og vinna mig upp
- Jogga 5 km án þess að stoppa
- Geta hlaupið 5 km á 32.5 mín (6:30 mín / km)
- Geta joggað 10 km á 70 mín (7 mín / km)
Æfingar
Fyrsta æfing, mánudagur 2023-09-23
Skokkuðum frá Egilshöll niður að Eiðsvík, í áttina að Blikastaðakró - Leiruvog. Fallegt veður og sáum seli liggja á skeri fyrir utan Geldingarnes. Tökum skokk, labb, skokk, labb… Smá hraðabreytingar og hugsa um tækni.
Önnur æfing, miðvikudagur 2023-09-25
Skokkuðum frá Grafarvogslaug niður að Grafarvogi. Þar skokkuðum við að tækjunum þar sem laugardagsskokkið byrjar. Tókum smá hlaupa / labba sem var mjög gott. Skokk 100m, labba 50m.
Slepptum laugardegi og mánudegi
Vorum á árshátíð á laugardegi, og ég missteig mig lítillega. Hvíli mánudag, og sjá hvort ég sé góður á miðvikudag.