Hlaupahópur Fjölnis - Byrjendur

running
fjölnir
hlaup
Author

Brynjar Smári Bjarnason

Published

mán 23. sep, 2024

Modified

mán 30. sep, 2024

Hlaupadagbók

Hlaup

Komið að því að byrja aftur. Ég hef aldrei verið góður að hlaupa. Mér tókst 2013 að hlaupa hálfmaraþon í Stokkhólmi, og svo datt ég alveg úr hlaupaæfingu aftur. Milli 2017 og 2019 tókst mér að komast í smá hlaupaform aftur, en það datt alveg út aftur.

Tímar og markmið

Gamlir tímar:

  • Hálfmaraþon: 2:20
  • 10 km: 55 mín
  • 5 km: 27 mín

Markmið næstu 6 mánuði

  • Byrja mjög rólega og vinna mig upp
  • Jogga 5 km án þess að stoppa
  • Geta hlaupið 5 km á 32.5 mín (6:30 mín / km)
  • Geta joggað 10 km á 70 mín (7 mín / km)

Æfingar

Fyrsta æfing, mánudagur 2023-09-23

Skokkuðum frá Egilshöll niður að Eiðsvík, í áttina að Blikastaðakró - Leiruvog. Fallegt veður og sáum seli liggja á skeri fyrir utan Geldingarnes. Tökum skokk, labb, skokk, labb… Smá hraðabreytingar og hugsa um tækni.

Önnur æfing, miðvikudagur 2023-09-25

Skokkuðum frá Grafarvogslaug niður að Grafarvogi. Þar skokkuðum við að tækjunum þar sem laugardagsskokkið byrjar. Tókum smá hlaupa / labba sem var mjög gott. Skokk 100m, labba 50m.

Slepptum laugardegi og mánudegi

Vorum á árshátíð á laugardegi, og ég missteig mig lítillega. Hvíli mánudag, og sjá hvort ég sé góður á miðvikudag.

Back to top